Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 19. mars 2019 14:32
Elvar Geir Magnússon
Peralada, Katalóníu
Ísland - Andorra 14-0
Icelandair
Frá landsliðsæfingu í dag.
Frá landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hefur ekki farið framhjá lesendum Fótbolta.net að íslenska landsliðið er í Katalóníu að búa sig undir komandi landsleiki. Ísland leikur gegn Andorra á föstudag og svo verður leikið gegn heimsmeisturum Frakklands á mánudag. Um er að ræða fyrstu tvo leikina í undankeppni EM.

Andorra hefur verið að ná þokkalegum úrslitum á heimavelli að undanförnu en liðið er þó í 132. sæti á styrkleikalista FIFA, Til samanburðar er Ísland í 38. sæti.

Það yrði klárlega slys að ná ekki þremur stigum á föstudaginn en þess má geta að fimm sinnum hafa Ísland og Andorra mæst í A-landsleik karla.

Ísland hefur unnið alla leikina og samtals er markatalan 14-0.

Síðast lék Ísland gegn Andorra árið 2012, í vináttuleik sem fram fór í Andorra. Jóhann Berg Guðmundsson og Rúnar Már Sigurjónsson skoruðu mörk Íslands í 2-0 sigri en báðir verða þeir með í komand verkefni.

Smelltu hér til að sjá skýrsluna úr leiknum 2012 en auk Jóhanns og Rúnars tóku fjórir aðrir leikmenn sem eru í núverandi hóp þátt í þeim leik.

Svipmyndir frá leiknum 2012:


Úr 3-0 sigri 1999 (Þórður Guðjónsson, Hermann Hreiðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen með mörkin):

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner