Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 02. maí 2024 21:47
Brynjar Ingi Erluson
Tók aftur fram skóna með Keflavík og skoraði
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Bandaríska fótboltakonan Caroline Mc Cue Van Slambrouck var óvænt í byrjunarliði Keflavíkur í 4-2 tapi liðsins gegn Fylki í Bestu deild kvenna í kvöld aðeins nokkrum mánuðum eftir að hafa lagt skóna á hilluna.

Lestu um leikinn: Fylkir 4 -  2 Keflavík

Keflavík greindi frá því eftir síðasta tímabil að skór Van Slambrouck væru komnir upp í hillu eftir að hafa spilað með liðinu í tvö ár.

Kom einnig fram í yfirlýsingunni að hún yrði áfram í Keflavík og myndi koma að þjálfun yngri flokka.

Van Slambrouck, sem er 31 árs gömul, ákvað að hætta við að hætta því hún var í byrjunarliði Keflavíkur í kvöld og gerði fyrra mark liðsins í tapinu gegn Fylki.

Það mark þótti afar umdeilt en hún átti skot sem Tinna Brá Magnúsdóttir, markvörður Fylkis, varði, en dómari leiksins dæmdi mark.

„Melaine tekur spyrnuna inn á teiginn á Caroline sem er aleinn á auðum sjó. Enginn sem er að taka hana og hún nær skoti í loftinu á markið, alveg upp við markið. Tinna í markinu virðist vera með boltann og allt leyt út fyrir magnaða vörslu en dómarinn dæmdi mark.

Mér sýndist það vera línudómarinn sem tók fyrst þessa ákvörðun. Hann hætti síðan við í tvær sekúndur en hélt sig svo við sinn dóm. Áhugavert mark en við fyrstu sýn var hann ekki allur inni,“
sagði Sölvi Haraldsson, fréttaritari Fótbolta.net, Í textalýsingu sinni í kvöld.

Van Slambrouck gæti reynst Keflvíkingum mikilvæg í sumar og þá sérstaklega eftir þessa erfiðu byrjun á tímabilinu en liðið hefur tapað öllum þremur leikjum sínum í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner