Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
   fim 02. maí 2024 20:30
Brynjar Ingi Erluson
England: Chelsea skellti Tottenham sem tapaði þriðja leiknum í röð
Heung-Min Son var ekki að fela tilfinningar sínar á Stamford Bridge
Heung-Min Son var ekki að fela tilfinningar sínar á Stamford Bridge
Mynd: Getty Images
Nicolas Jackson fagnar marki sínu
Nicolas Jackson fagnar marki sínu
Mynd: Getty Images
Chelsea 2 - 0 Tottenham
1-0 Trevoh Chalobah ('24 )
2-0 Nicolas Jackson ('72 )

Chelsea er komið upp í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa unnið Tottenham Hotspur, 2-0, á Stamford Bridge í kvöld.

Föstu leikatriðin héldu áfram að stríða Tottenham. Í síðasta leik fékk liði tvö mörk á sig eftir föst leikatriði og kom fyrra mark Chelsea einmitt eftir aukaspyrnu.

Conor Gallagher kom boltanum á fjær og þar var Trevoh Chalobah aleinn og mættur til að skalla boltanum yfir Guglielmo Vicario í markinu.

VAR tók sér dágóðan tíma að skoða mögulega rangstöðu í markinu og var það mikill léttir fyrir heimamenn þegar markið var dæmt gott og gilt, einhverjum tveimur mínútum síðar.

Tottenham fékk færi til að jafna undir lok hálfleiksins en Cristian Romero mistókst að stýra boltanum á markið eftir glæsilegan bolta frá Pedro Porro.

Gestirnir fóru í leit að jöfnunarmarki í síðari hálfleiknum. Þeir settu Chelsea undir ágætis pressu en fengu þungt högg þegar Nicolas Jackson tvöfaldaði forystuna um tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Cole Palmer skaut aukaspyrnu sinni í þverslá og skoppaði boltinn fyrir Jackson sem skallaði honum inn. Jackson undanfarið verið í basli með að klára færin, en hann gerði það í þetta sinn og var það bara nokkuð vel gert.

Þessi sigur Chelsea var mikilvægur fyrir þá bláklæddu í baráttu þeirra um að komast í Evrópukeppni. Tottenham var á meðan að tapa þriðja leiknum í röð og getur svo gott sem kvatt farseðilinn í Meistaradeild Evrópu. Liðið er sjö stigum á eftir Aston Villa og á eftir að mæta bæði Liverpool og Manchester City.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 37 27 7 3 93 33 +60 88
2 Arsenal 37 27 5 5 89 28 +61 86
3 Liverpool 37 23 10 4 84 41 +43 79
4 Aston Villa 37 20 8 9 76 56 +20 68
5 Tottenham 37 19 6 12 71 61 +10 63
6 Chelsea 37 17 9 11 75 62 +13 60
7 Newcastle 37 17 6 14 81 60 +21 57
8 Man Utd 37 17 6 14 55 58 -3 57
9 West Ham 37 14 10 13 59 71 -12 52
10 Brighton 37 12 12 13 55 60 -5 48
11 Bournemouth 37 13 9 15 53 65 -12 48
12 Crystal Palace 37 12 10 15 52 58 -6 46
13 Wolves 37 13 7 17 50 63 -13 46
14 Fulham 37 12 8 17 51 59 -8 44
15 Everton 37 13 9 15 39 49 -10 40
16 Brentford 37 10 9 18 54 61 -7 39
17 Nott. Forest 37 8 9 20 47 66 -19 29
18 Luton 37 6 8 23 50 81 -31 26
19 Burnley 37 5 9 23 40 76 -36 24
20 Sheffield Utd 37 3 7 27 35 101 -66 16
Athugasemdir
banner
banner