Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
   fim 02. maí 2024 20:56
Brynjar Ingi Erluson
Evrópudeildin: Leverkusen ætlar alla leið - Jafnt í Frakklandi
Florian Wirtz skoraði fyrra mark Leverkusen
Florian Wirtz skoraði fyrra mark Leverkusen
Mynd: Getty Images
Bayer Leverkusen er komið með annan fótinn í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir að hafa unnið 2-0 sigur á Roma í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Róm í kvöld.

Það virðist ekkert geta stöðvað Xabi Alonso og lærisveina hans í Leverkusen.

Liðið hefur ekki enn tapað leik og var ekki að fara byrja á því í kvöld.

Florian Wirtz kom Leverkusen verðskuldað í forystu á 28. mínútu en það voru mistök Rick Karsdorp sem kostuðu Roma-menn. Hann átti slaka sendingu til baka og var það Alex Grimaldo sem komst inn í sendinguna, kom honum til hliðar á Wirtz sem skoraði í opið markið.

Stuttu áður klúðraði Jeremie Frimpong góðu færi og þá átti Romelu Lukaku skalla í slá hinum megin á vellinum.

Robert Andrich gerði annað mark Leverkusen um tuttugu mínútum fyrir leikslok með þrumufleyg fyrir utan teig.

Gott veganesti sem Leverkusen fer með inn í seinni leikinn, sem verður spilaður á Bay-Arena í Leverkusen.

Marseille og Atalanta gerðu á meðan 1-1 jafntefli í Frakklandi. Gianluca Scamacca skoraði mark Atalanta á 11. mínútu leiksins en Chancel Mbemba jafnaði níu mínútum síðar eftir hornspyrnu.

Seinni leikurinn fer fram í Bergamó í næstu viku.

Úrslit og markaskorarar:

Marseille 1 - 1 Atalanta
0-1 Gianluca Scamacca ('11 )
1-1 Chancel Mbemba ('20 )

Roma 0 - 2 Bayer
0-1 Florian Wirtz ('28 )
0-2 Robert Andrich ('73 )
Athugasemdir
banner