Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
   fim 02. maí 2024 20:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
Kvenaboltinn
John Andrews og Sigurborg Katla, markvörður.
John Andrews og Sigurborg Katla, markvörður.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Erfiður dagur fyrir Víkinga.
Erfiður dagur fyrir Víkinga.
Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson
„Ég er vonsvikinn auðvitað því við viljum ekki gefa svona mörk, en ég er líka ótrúlega stoltur. Fram að síðustu stundu pressuðum við og hlupum," sagði John Andrews, þjálfari Víkings, eftir 7-2 tap gegn Íslandsmeisturum Vals í Bestu deildinni í kvöld.

Þetta er fyrsta tap Víkinga í sumar en nýliðarnir höfðu tekið fjögur stig úr tveimur leikjum fyrir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 7 -  2 Víkingur R.

„Þetta var slæmur dagur. Þegar við mætum aftur á æfingasvæðið þá þurfum við að eiga góðan dag."

„Við setjum línu yfir þetta og gerum okkur klár fyrir næsta fimmtudag. Þetta gerist í fótbolta. Því miður vorum við á röngum enda í dag. Við getum ekki breytt þessu núna. Stelpurnar gáfu allt og við erum stolt af því. Auðvitað erum við svekkt með úrslitin en við höldum áfram."

Það vakti athygli í seinni hálfleik þegar Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir, markvörður Víkinga, meiddist í seinni hálfleik að þá var enginn varamarkvörður á bekk Víkinga. Emma Steinsen þurfti því að fara í markið, en hún er bakvörður.

„Við vorum óheppin því varamarkvörðurinn okkar þurfti að fara í ferðalag í morgun. Þá þarftu bara að vona að svona gerist ekki. Katla hefur verið ótrúleg fyrir okkur síðustu árin. Ég vona að það sé allt í lagi með hana. Emma er ótrúlega hugrökk að fara í markið. Það er engin hræðsla í þessu félagi."

„Þessi úrslit munu hafa áhrif í klukkustund. Svo reynum við að ná í góð úrslit í næsta leik."

Hvernig er staðan með markvarðarstöðuna fyrir næsta leik?

„Vilt þú fara í markið? Ég veit það ekki. Mist er í ferðalagi og Birta Guðlaugs í er háskóla í Bandaríkjunum. Við þurfum að skoða þetta. Við vonum að Katla verði í lagi."

John hefur trú á því að hópurinn muni jafna sig fljótt á þessum erfiðu úrslitum en hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner