Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 02. maí 2024 20:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
Kvenaboltinn
John Andrews og Sigurborg Katla, markvörður.
John Andrews og Sigurborg Katla, markvörður.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Erfiður dagur fyrir Víkinga.
Erfiður dagur fyrir Víkinga.
Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson
„Ég er vonsvikinn auðvitað því við viljum ekki gefa svona mörk, en ég er líka ótrúlega stoltur. Fram að síðustu stundu pressuðum við og hlupum," sagði John Andrews, þjálfari Víkings, eftir 7-2 tap gegn Íslandsmeisturum Vals í Bestu deildinni í kvöld.

Þetta er fyrsta tap Víkinga í sumar en nýliðarnir höfðu tekið fjögur stig úr tveimur leikjum fyrir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 7 -  2 Víkingur R.

„Þetta var slæmur dagur. Þegar við mætum aftur á æfingasvæðið þá þurfum við að eiga góðan dag."

„Við setjum línu yfir þetta og gerum okkur klár fyrir næsta fimmtudag. Þetta gerist í fótbolta. Því miður vorum við á röngum enda í dag. Við getum ekki breytt þessu núna. Stelpurnar gáfu allt og við erum stolt af því. Auðvitað erum við svekkt með úrslitin en við höldum áfram."

Það vakti athygli í seinni hálfleik þegar Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir, markvörður Víkinga, meiddist í seinni hálfleik að þá var enginn varamarkvörður á bekk Víkinga. Emma Steinsen þurfti því að fara í markið, en hún er bakvörður.

„Við vorum óheppin því varamarkvörðurinn okkar þurfti að fara í ferðalag í morgun. Þá þarftu bara að vona að svona gerist ekki. Katla hefur verið ótrúleg fyrir okkur síðustu árin. Ég vona að það sé allt í lagi með hana. Emma er ótrúlega hugrökk að fara í markið. Það er engin hræðsla í þessu félagi."

„Þessi úrslit munu hafa áhrif í klukkustund. Svo reynum við að ná í góð úrslit í næsta leik."

Hvernig er staðan með markvarðarstöðuna fyrir næsta leik?

„Vilt þú fara í markið? Ég veit það ekki. Mist er í ferðalagi og Birta Guðlaugs í er háskóla í Bandaríkjunum. Við þurfum að skoða þetta. Við vonum að Katla verði í lagi."

John hefur trú á því að hópurinn muni jafna sig fljótt á þessum erfiðu úrslitum en hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner