Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   fim 02. maí 2024 20:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
John Andrews og Sigurborg Katla, markvörður.
John Andrews og Sigurborg Katla, markvörður.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Erfiður dagur fyrir Víkinga.
Erfiður dagur fyrir Víkinga.
Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson
„Ég er vonsvikinn auðvitað því við viljum ekki gefa svona mörk, en ég er líka ótrúlega stoltur. Fram að síðustu stundu pressuðum við og hlupum," sagði John Andrews, þjálfari Víkings, eftir 7-2 tap gegn Íslandsmeisturum Vals í Bestu deildinni í kvöld.

Þetta er fyrsta tap Víkinga í sumar en nýliðarnir höfðu tekið fjögur stig úr tveimur leikjum fyrir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 7 -  2 Víkingur R.

„Þetta var slæmur dagur. Þegar við mætum aftur á æfingasvæðið þá þurfum við að eiga góðan dag."

„Við setjum línu yfir þetta og gerum okkur klár fyrir næsta fimmtudag. Þetta gerist í fótbolta. Því miður vorum við á röngum enda í dag. Við getum ekki breytt þessu núna. Stelpurnar gáfu allt og við erum stolt af því. Auðvitað erum við svekkt með úrslitin en við höldum áfram."

Það vakti athygli í seinni hálfleik þegar Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir, markvörður Víkinga, meiddist í seinni hálfleik að þá var enginn varamarkvörður á bekk Víkinga. Emma Steinsen þurfti því að fara í markið, en hún er bakvörður.

„Við vorum óheppin því varamarkvörðurinn okkar þurfti að fara í ferðalag í morgun. Þá þarftu bara að vona að svona gerist ekki. Katla hefur verið ótrúleg fyrir okkur síðustu árin. Ég vona að það sé allt í lagi með hana. Emma er ótrúlega hugrökk að fara í markið. Það er engin hræðsla í þessu félagi."

„Þessi úrslit munu hafa áhrif í klukkustund. Svo reynum við að ná í góð úrslit í næsta leik."

Hvernig er staðan með markvarðarstöðuna fyrir næsta leik?

„Vilt þú fara í markið? Ég veit það ekki. Mist er í ferðalagi og Birta Guðlaugs í er háskóla í Bandaríkjunum. Við þurfum að skoða þetta. Við vonum að Katla verði í lagi."

John hefur trú á því að hópurinn muni jafna sig fljótt á þessum erfiðu úrslitum en hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner