Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
banner
   fim 02. maí 2024 20:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
Kvenaboltinn
John Andrews og Sigurborg Katla, markvörður.
John Andrews og Sigurborg Katla, markvörður.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Erfiður dagur fyrir Víkinga.
Erfiður dagur fyrir Víkinga.
Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson
„Ég er vonsvikinn auðvitað því við viljum ekki gefa svona mörk, en ég er líka ótrúlega stoltur. Fram að síðustu stundu pressuðum við og hlupum," sagði John Andrews, þjálfari Víkings, eftir 7-2 tap gegn Íslandsmeisturum Vals í Bestu deildinni í kvöld.

Þetta er fyrsta tap Víkinga í sumar en nýliðarnir höfðu tekið fjögur stig úr tveimur leikjum fyrir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 7 -  2 Víkingur R.

„Þetta var slæmur dagur. Þegar við mætum aftur á æfingasvæðið þá þurfum við að eiga góðan dag."

„Við setjum línu yfir þetta og gerum okkur klár fyrir næsta fimmtudag. Þetta gerist í fótbolta. Því miður vorum við á röngum enda í dag. Við getum ekki breytt þessu núna. Stelpurnar gáfu allt og við erum stolt af því. Auðvitað erum við svekkt með úrslitin en við höldum áfram."

Það vakti athygli í seinni hálfleik þegar Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir, markvörður Víkinga, meiddist í seinni hálfleik að þá var enginn varamarkvörður á bekk Víkinga. Emma Steinsen þurfti því að fara í markið, en hún er bakvörður.

„Við vorum óheppin því varamarkvörðurinn okkar þurfti að fara í ferðalag í morgun. Þá þarftu bara að vona að svona gerist ekki. Katla hefur verið ótrúleg fyrir okkur síðustu árin. Ég vona að það sé allt í lagi með hana. Emma er ótrúlega hugrökk að fara í markið. Það er engin hræðsla í þessu félagi."

„Þessi úrslit munu hafa áhrif í klukkustund. Svo reynum við að ná í góð úrslit í næsta leik."

Hvernig er staðan með markvarðarstöðuna fyrir næsta leik?

„Vilt þú fara í markið? Ég veit það ekki. Mist er í ferðalagi og Birta Guðlaugs í er háskóla í Bandaríkjunum. Við þurfum að skoða þetta. Við vonum að Katla verði í lagi."

John hefur trú á því að hópurinn muni jafna sig fljótt á þessum erfiðu úrslitum en hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner