Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fim 02. maí 2024 20:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
John Andrews og Sigurborg Katla, markvörður.
John Andrews og Sigurborg Katla, markvörður.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Erfiður dagur fyrir Víkinga.
Erfiður dagur fyrir Víkinga.
Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson
„Ég er vonsvikinn auðvitað því við viljum ekki gefa svona mörk, en ég er líka ótrúlega stoltur. Fram að síðustu stundu pressuðum við og hlupum," sagði John Andrews, þjálfari Víkings, eftir 7-2 tap gegn Íslandsmeisturum Vals í Bestu deildinni í kvöld.

Þetta er fyrsta tap Víkinga í sumar en nýliðarnir höfðu tekið fjögur stig úr tveimur leikjum fyrir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 7 -  2 Víkingur R.

„Þetta var slæmur dagur. Þegar við mætum aftur á æfingasvæðið þá þurfum við að eiga góðan dag."

„Við setjum línu yfir þetta og gerum okkur klár fyrir næsta fimmtudag. Þetta gerist í fótbolta. Því miður vorum við á röngum enda í dag. Við getum ekki breytt þessu núna. Stelpurnar gáfu allt og við erum stolt af því. Auðvitað erum við svekkt með úrslitin en við höldum áfram."

Það vakti athygli í seinni hálfleik þegar Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir, markvörður Víkinga, meiddist í seinni hálfleik að þá var enginn varamarkvörður á bekk Víkinga. Emma Steinsen þurfti því að fara í markið, en hún er bakvörður.

„Við vorum óheppin því varamarkvörðurinn okkar þurfti að fara í ferðalag í morgun. Þá þarftu bara að vona að svona gerist ekki. Katla hefur verið ótrúleg fyrir okkur síðustu árin. Ég vona að það sé allt í lagi með hana. Emma er ótrúlega hugrökk að fara í markið. Það er engin hræðsla í þessu félagi."

„Þessi úrslit munu hafa áhrif í klukkustund. Svo reynum við að ná í góð úrslit í næsta leik."

Hvernig er staðan með markvarðarstöðuna fyrir næsta leik?

„Vilt þú fara í markið? Ég veit það ekki. Mist er í ferðalagi og Birta Guðlaugs í er háskóla í Bandaríkjunum. Við þurfum að skoða þetta. Við vonum að Katla verði í lagi."

John hefur trú á því að hópurinn muni jafna sig fljótt á þessum erfiðu úrslitum en hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner