Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
   fim 02. maí 2024 18:21
Brynjar Ingi Erluson
Íslendingarnir í SönderjyskE komnir upp í úrvalsdeild - Kristall Máni skoraði
Mynd: SönderjyskE
Íslendingalið SönderjyskE tryggði sig í dag upp í dönsku úrvalsdeildina með því að leggja Fredericia að velli, 2-1, á heimavelli sínum.

SönderjyskE þurfti aðeins stig úr leiknum til að komast beint upp en liðið gerði gott betur en það og vann leikinn með sigurmarki undir lok leiks.

Kristall Máni Ingason gerði fyrra mark heimamanna á 27. mínútu en Fredericia jafnaði fimm mínútum síðar.

Sören Andreassen skoraði sigurmark SönderjyskE þegar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og gulltryggði úrvalsdeildarsætið.

Kristall Máni og Daníel Leó Grétarsson voru báðir í byrjunarliði SönderjyskE en Atli Barkarson var ekki með í dag.

Tvö ár eru liðin frá því SönderjyskE féll niður í B-deildina. Á síðasta ári var það grátlega nálægt því að komast upp en hafnaði í 3. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá öðru sætinu.

Liðið gerði engin mistök í ár og hefur nú tryggt sér úrvalsdeildarsætið þegar fjórar umferðir eru eftir. Nóel Atli Arnórsson og félagar í Álaborg geta sömuleiðs tryggt sæti sitt þegar liðið mætir Hobro á sunnudag.


Athugasemdir
banner
banner
banner