Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fim 02. maí 2024 21:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
,,John vinur minn eigi eftir að kokka upp einhverja baneitraða naglasúpu"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór/KA vann 2-1 sigur á Þrótti á Akureyri í dag. Fótbolti.net ræddi við Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfara Þórs/KA eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór/KA 2 -  1 Þróttur R.

„Við byrjum mjög illa og þær voru algjörlega með okkur í tíu mínútur. Það sem ég er ánægður með er hvernig liðið vann sig inn í leikinn. Það er það sem við erum alltaf að stefna að, ná leikstjórn inn á vellinum, að stelpurnar leysi vandamál sem koma upp og að þurfa ekki að koma aftur að hliðarlínunni," sagði Jóhann Kristinn.

Sandra María Jessen skoraði bæði mörk liðsins og hefur því skorað sjö mörk í fyrstu þremur leikjunum.

„Það er ákveðin stöðugleiki í markaskorun hjá Söndru, hvort þetta haldi svona áfram, ég veit það ekki. Það er gott að þetta sé hún því hún hefur breitt bak til að standast pressu, komandi inn í fjórða leikinn hafandi skorað sjö mörk nú þegar. Hún setur alla pressu á sig sjálf og finnur ekkert mikið fyrir þessu. Þetta er galin tölfræði, ég veit það," sagði Jóhann.

Þór/KA heimsækir Víking í næstu umferð sem steinlá gegn Val í kvöld.

„Mér sýnist þær koma ansi særðar til leiks miðað við úrslit þeirra í dag. Við þurfum að undirbúa okkur vel, ég veit það að John (Andrews) vinur minn eigi eftir að kokka upp einhverja baneitraða naglasúpu áður en við komum í Víkina þannig við þurfum að vera á tánum," sagði Jóhann.


Athugasemdir
banner