Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fim 02. maí 2024 21:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
,,John vinur minn eigi eftir að kokka upp einhverja baneitraða naglasúpu"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór/KA vann 2-1 sigur á Þrótti á Akureyri í dag. Fótbolti.net ræddi við Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfara Þórs/KA eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór/KA 2 -  1 Þróttur R.

„Við byrjum mjög illa og þær voru algjörlega með okkur í tíu mínútur. Það sem ég er ánægður með er hvernig liðið vann sig inn í leikinn. Það er það sem við erum alltaf að stefna að, ná leikstjórn inn á vellinum, að stelpurnar leysi vandamál sem koma upp og að þurfa ekki að koma aftur að hliðarlínunni," sagði Jóhann Kristinn.

Sandra María Jessen skoraði bæði mörk liðsins og hefur því skorað sjö mörk í fyrstu þremur leikjunum.

„Það er ákveðin stöðugleiki í markaskorun hjá Söndru, hvort þetta haldi svona áfram, ég veit það ekki. Það er gott að þetta sé hún því hún hefur breitt bak til að standast pressu, komandi inn í fjórða leikinn hafandi skorað sjö mörk nú þegar. Hún setur alla pressu á sig sjálf og finnur ekkert mikið fyrir þessu. Þetta er galin tölfræði, ég veit það," sagði Jóhann.

Þór/KA heimsækir Víking í næstu umferð sem steinlá gegn Val í kvöld.

„Mér sýnist þær koma ansi særðar til leiks miðað við úrslit þeirra í dag. Við þurfum að undirbúa okkur vel, ég veit það að John (Andrews) vinur minn eigi eftir að kokka upp einhverja baneitraða naglasúpu áður en við komum í Víkina þannig við þurfum að vera á tánum," sagði Jóhann.


Athugasemdir
banner
banner