Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 19. mars 2021 19:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hörður Árna hættur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bakvörðurinn Hörður Árnason hefur ákveðið að hætta í fótbolta.

Hann ætlaði sér að hætta fyrir síðustu leiktíð en tók fram skóna og spilaði með HK í Pepsi Max-deildinni.

„Hann er bara hættur. Hann var hættur fyrir tímabilið í fyrra en við fengum hann til að koma og taka þátt í mótinu. Hann stóð sig frábærlega eins og alltaf," sagði Brynjar Björn Gunnarsson í samtali við Fótbolta.net í dag.

Hörður hefur starfað sem flugumferðarstjóri og hann hefur talað um það að hann eigi erfitt með að sinna fótboltanum á sama tíma.

Hinn þrítugi Hörður er uppalinn í HK en fór í Stjörnuna árið 2011. Hann sneri aftur í HK 2018 og hjálpaði liðinu að komast upp í Pepsi Max-deildina.

Síðasta sumar spilaði hann 11 leiki í efstu deild og skoraði í þeim tvö mörk.

Sjá einnig:
Brynjar Björn: Held að við séum með sterkari hóp í dag
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner