Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 19. mars 2021 21:14
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Ótrúlegur Joey Gibbs sló Víking úr leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. 3 - 3 Keflavík (3-4 í vítaspyrnukeppni)
1-0 Nikolaj Hansen ('27, víti)
2-0 Erlingur Agnarsson ('31)
2-1 Joey Gibbs ('41)
3-1 Kristall Máni Ingason ('56)
3-2 Joey Gibbs ('76)
3-3 Joey Gibbs ('88)

Keflavík er komið í undanúrslit Lengjubikarsins eftir sigur í vítaspyrnukeppni gegn Víkingi R.

Liðin mættust í gríðarlega dramatískri viðureign í Víkinni þar sem heimamenn komust í tveggja marka forystu þökk sé mörkum frá Nikolaj Hansen og Erlingi Agnarssyni.

Joey Gibbs, sem reyndist hetja Keflvíkinga í kvöld, minnkaði muninn fyrir leikhlé en Kristall Máni Ingason tvöfaldaði forystu Víkings aftur í upphafi síðari hálfleiks.

Gestirnir úr Keflavík voru hvergi nærri því að gefast upp og minnkaði Joey muninn aftur þegar stundarfjórðungur var eftir af venjulegum leiktíma. Á lokamínútunum tókst Joey svo að fullkomna þrennuna og jafna fyrir Keflavík.

Leikurinn endaði því með vítaspyrnukeppni þar sem Keflavík hafði betur 3-4. Ingvar Jónsson markvörður Víkings meiddist í vítaspyrnukeppninni og Kári Árnason fór þá í markið.
Athugasemdir
banner
banner