Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 19. apríl 2019 11:30
Arnar Helgi Magnússon
Hvenær eru undanúrslitin í Evrópukeppnunum?
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Í gærkvöldi varð það ljóst hvaða lið tryggðu sér sæti í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Tvö ensk lið eru eftir í keppninni, eitt þýskt og eitt spænskt.

Chelsea mætir þýska liðinu Eintracht Frankfurt en liðið situr í fjórða sæti Bundesligunnar. Arsenal mætir Valencia sem þýðir það að Chelsea og Arsenal gætu mæst í úrslitaleiknum.

Hér að neðan má sjá hvenær liðin mætast og hvenær úrslitin verða spiluð, bæði í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni.

Undanúrslitin og úrslitaleikurinn í Evrópudeildinni

Fimmtudagur 2. maí: Arsenal - Valencia
Fimmtudagur 2. maí: Eintracht Frankfurt - Chelsea

Fimmtudagur 9. maí: Valencia - Arsenal
Fimmtudagur 9. maí: Chelsea - Eintracht Frankfurt

Miðvikudagur 29. maí: Úrslitaleikurinn í Baku, Azerbaijan.


Undanúrslitin og úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni

Þriðjudagur 30. apríl: Tottenham - Ajax
Miðvikudagur 1. maí: Barcelona - Liverpool

Þriðjudagur 7. maí: Liverpool-Barcelona
Miðvikudagur 8. maí: Ajax - Tottenham

Laugardagur 1. júní: Úrslitaleikurinn á Metropolitano
Athugasemdir
banner