Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 19. apríl 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland um helgina - Nágrannaslagur á Akureyri
Mjólkurbikar og æfingaleikir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú styttist óðfluga í upphaf Íslandsmótsins eftir sigur Stjörnunnar í Meistarakeppni KSÍ í gærkvöldi.

Það er lítið af keppnisleikjum á dagskrá um helgina, þeir eru aðeins fjórir talsins og fara allir fram samtímis á laugardaginn.

Leikið er í Mjólkurbikar karla og fara allir leikirnir fram utan höfuðborgarsvæðisins.

Vestri tekur á móti Kára, KF mætir Magna, Höttur/Huginn keppir við Fjarðabyggð og Þór á nágrannaslag við Dalvík/Reyni.

Föstudagur:
Æfingaleikur:
14:00 Víkingur R. - KA (Víkin)

Laugardagur:
Mjólkurbikar karla
14:00 Vestri-Kári (Olísvöllurinn)
14:00 KF-Magni (KA-völlur)
14:00 Höttur/Huginn-Fjarðabyggð (Fellavöllur)
14:00 Þór-Dalvík/Reynir (Boginn)

Æfingaleikir:
Grindavík - Fylkir (Grindavíkurvöllur)
ÍA - Breiðablik (Akranes)
Athugasemdir
banner
banner
banner