Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 19. maí 2021 08:45
Elvar Geir Magnússon
Chelsea vill Lewandowski - Nóg af Kane slúðri
Powerade
Robert Lewandowski.
Robert Lewandowski.
Mynd: Getty Images
Næsti stjóri Palace?
Næsti stjóri Palace?
Mynd: Getty Images
Til Bandaríkjanna?
Til Bandaríkjanna?
Mynd: Getty Images
Lewandowski, Kane, Lampard, Neto, Raul, Ginter, Zerkane, Berge og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Chelsea hefur haft samband við Bayern München þar sem enska félagið hefur áhuga á pólska markahróknum Robert Lewandowski (32). Paris St-Germain og Barcelona vilja einnig fá hann. (Sky Sport Germany)

Tottenham vill helst ekki selja Harry Kane (27) til granna sinna í Chelsea. Mögulegt er að hann verði seldur til Manchester United fyrir meira en 100 milljónir punda. (Mirror)

Kane vill ganga frá sölu sinni frá Tottenham áður en EM alls staðar fer af stað þann 11. júní en Tottenham telur það ómögulegt. (Guardian)

Tottenham byrjaði að plana brottför Kane í febrúar og skoðaði möguleika á að fá Erling Haaland (20) frá Borussia Dortmund. (Mail)

Ole Gunnar Solskjær segir ekki útilokað að Manchester United kaupi sóknarmann í sumar, þrátt fyrir að Edinson Cavani (34) skrifaði undir nýjan samning. (Goal)

Liverpool mun hefja viðræður um nýja samninga við markvörðinn Alisson Becker (28) og miðjumanninn Fabinho (27) í sumar. (Mail)

Crystal Palace er í viðræðum við Frank Lampard (42), fyrrum leikmann og stjóra Chelsea, um að taka við af Roy Hodgson. (TalkSport)

Eddie Howe (43), fyrrum stjóri Bournemouth, er einnig á blaði hjá Palace. Þá hafa Steve Cooper (41), stjóri Swansea, og Frakkinn Valerien Ismael (45), stjóri Barnsley, verið nefndir. (Sky Sports)

Carlo Ancelotti, stjóri Everton, segir að ef leikmenn eru óánægðir þá geti þeir farið. Ítalinn segir þá ekkert til í sögusögnum um að hann gæti mögulega tekið við Real Madrid. (Guardian)

Real Madrid hefur spurt Raul (43), fyrrum leikmann félagsins, hvort hann væri tilbúinn að taka við af Zinedine Zidane. (AS)

Vonir Real Madrid um að geta fengið Kylian Mbappe (22) frá Paris St-Germain minnka ef Zidane lætur af störfum. (Eurosport)

Willian (32) vill yfirgefa Arsenal og ganga í raðir Inter Miami í Bandaríkjunum. David Beckham á Inter Miami. (Sun)

Barcelona gæti látið brasilíska markvörðinn Neto (31) fara í sumar en Arsenal hefur áhuga. (Mundo Deportivo)

Southampton hefur áhuga á danska miðjumanninum Thomas Delaney (29) hjá Borussia Dortmund. (ESPN)

Tottenham hefur gert tilboð í þýska varnarmanninn Matthias Ginter (27) hjá Borussia Mönchengladbach en fær samkeppni frá Liverpool og Inter. (Bild)

Aston Villa hefur haft samband við umboðsmenn Mehdi Zerkane (21) hjá Bordeaux. Villa hefur fylgst með alsírska vængmanninum um nokkurt skeið. (L'Equipe)

Leeds United er orðað við brasilíska framherjann Matheus Cunha (21) sem einnig hefur vakið áhuga Napoli, Atalanta og Mónakó. Cunha er hjá Hertha Berlín. (Leeds Live)

Southampton hefur áhuga á að fá vinstri bakvörðinn Ghislain Konan (25) frá Reims í stað enska varnarmannsins Ryan Bertrand (31) sem verður samningslaus í sumar. Aston Villa hefur einnig verið orðað við Fílabeinsstrendinginn. (Mail)

Southampton gæti einnig reynt að fá albanska markvörðinn Thomas Strakosha (26) frá Lazio. (Tuttomercatoweb)

Chelsea vill fá úkraínska miðjumanninn Ruslan Malinovskyi (28) hjá Atalanta en hann er einnig á óskalistum Inter og Paris St-Germain. (Sun)

Chelsea hefur einnig sýnt franska miðverðinum Maxence Lacroix (21) hjá Wolfsburg áhuga. (Sky Germany)

Arsenal hefur gert 17,2 milljóna punda tilboð í norska miðjumanninn Sander Berge (23) hjá Sheffield United. Sheffield er fallið í Championship-deildina en félagið vill fá hærri upphæð fyrir Berge. (London.Football)

Newcastle United hefur nýtt sér ákvæði um að framlengja samningi velska varnarmannsins Paul Dummett (29) um eitt ár í viðbót. (Football Insider)

Varnarmaðurinn Diogo Dalot vill losna frá Manchester United og ganga alfarið í raðir AC Milan þar sem hann hefur verið á lánssamningi. (Calcio Mercato)

Liverpool leggur aukna áherslu á að fá miðjumanninn Pedro Goncalves (22) frá Sporting Lissabon. (Record)

Arsenal mun ekki kaupa Eduardo Camavinga (18) en félagið hefur verið sterklega orðað við þennan unga miðjumann Rennes. (Express)

Lazio er í viðræðum við ítalska varnarmanninn Danilo D'Ambrosio (32) sem verður samningslaus hjá Inter í sumar. (Tuttomercato)
Athugasemdir
banner
banner