Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 19. júní 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Antwerp stórhuga - Semja við hollenskan landsliðsmann
Vincent Janssen.
Vincent Janssen.
Mynd: Getty Images
Hollenski landsliðsmaðurinn Vincent Janssen er búinn að semja við Antwerp til fjögurra ára. Það kemur á óvart enda gerist það ekki á hverjum degi að hollenskur landsliðsmaður semur við miðlungsstórt félag í Belgíu.

En Antwerp ætlar sér stóra hluti á komandi árum og er verið að leggja gríðarlega mikið í félagið núna.

Eftir síðasta tímabil var Marc Overmars ráðinn yfirmaður fótboltamála hjá félaginu og Mark van Bommel var ráðinn stjóri liðsins, en þeir voru báðir í hollenska landsliðinu sem leikmenn og eru stór nöfn í fótboltaheiminum.

Paul Gheysens, eigandi Antwerp, er að leggja mikið í félagið núna og mun Janssen fá vel borgað í Belgíu.

Antwerp-menn eru ekki hættir því núna eru belgísku landsliðsmennirnir Toby Alderweireld og Dries Mertens orðaðir við félagið.

Antwerp ætlar sér á toppinn í belgískum fótbolta.
Athugasemdir
banner
banner
banner