Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 19. júní 2022 17:00
Ívan Guðjón Baldursson
Buta bræðurnir taka stökkið - Til Frankfurt og Udinese
Aurelio með Antwerp.
Aurelio með Antwerp.
Mynd: EPA
Leonardo með Braga.
Leonardo með Braga.
Mynd: EPA

Bræðurnir Leonardo og Aurelio Buta leika báðir sem bakverðir og eru að taka stökkið yfir í stærri deildir í Evrópu.


Aurelio Buta er eldri bróðirinn. Hann er 25 ára hægri bakvörður sem hefur verið lykilmaður í sterku liði Royal Antwerp í Belgíu undanfarin ár.

Nú heldur Aurelio til Evrópudeildarmeistarafélags Eintracht Frankfurt þar sem Almamy Toure, Erik Durm og Timothy Chandler geta þegar spilað í hægri bakverði.

Aurelio þótti gríðarlega mikið efni og var lykilmaður í yngri landsliðum Portúgals en tók aldrei stökkið upp í A-landsliðið. Núna gæti hans tími verið að renna upp en ljóst að samkeppnin er gríðarleg þar sem Joao Cancelo og Diogo Dalot keppast um hægri bakvarðarstöðuna. Cedric Soares, Ricardo Pereira og Nelson Semedo eru til að mynda allir portúgalskir.

Aurelio skoraði 10 mörk í 57 leikjum með yngri landsliðum Portúgala.

Yngri bróðirinn heitir Leonardo og spilar í vinstri bakverði. Báðir bakverðirnir eru sóknarsinnaðir og geta einnig leikið úti á kanti.

Leonardo spilaði fyrir U17 og U18 landslið Portúgala og er hann á leið til Udinese frá Braga þar sem honum tókst ekki að ryðja sér leið inn í aðalliðið.

Leonardo, 20 ára, mun berjast við hinn gríðarlega efnilega Destiny Udogie um byrjunarliðssæti, nema Udogie verði seldur. Stórlið hafa sýnt honum áhuga.


Athugasemdir
banner
banner
banner