Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   sun 19. júní 2022 19:06
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Kristján Guðmunds: Alveg nauðsynlegt að vinna þennan
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan vann 4-0 sigur á ÍBV í Bestu-deild kvenna í dag. Leikurinn var sá síðasti fyrir langa pásu sem gerð er á deildinni vegna EM kvenna. Kristján var ánægður að fara í pásuna með góðan sigur á bakinu.

„Já það munar öllu, sérstaklega eftir slysið sem var hjá okkur í síðasta leik, þá var það alveg nauðsynlegt að vinna þennan og vera að spila á móti liðinu sem var í 3. sæti, hoppa yfir þær í töflunni og vera með góða stöðu þegar við förum inn í pásuna."


Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  0 ÍBV

„Við bjuggumst við þeim mjög aftarlega á vellinum eins og varð og vorum búnar að undirbúa okkur undir það. Það gekk svona brösulega í fyrri hálfleik, við náðum ekki að opna þær nógu vel. En þegar við fórum að brjóta leikinn aðeins upp og ég tala nú ekki um þetta mark sem hefur gríðarleg áhrif í fyrri hállfeik, þá gekk þetta mjög vel í seinni þegar við náðum að skerpa enn betur á því sem við ætluðum að gera í upphafi leiksins. Það sást held ég alveg um leið og seinni hálfleikur byrjaði að við spiluðum á ákveðinn hátt í gegnum þær og það gaf mörk," sagði Kristján.

Eins og fyrr sagði gekk Stjörnunni mun betur að opna ÍBV vörnina í seinni hálfleik, hvað var talað um í hálfleik?

„Það var að skerpa á því hvernig við ætluðum að spila, þegar við vorum komin út á kantinn að halda áfram að spila upp kantinn og vera með yfirtöluna á kantinum. Þær voru að spila 5-4-2 og við vorum búin að sjá að það voru svæði sem voru að myndast hjá þeim."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, þar talar Kristján meðal annars um EM pásuna sem framundan er.


Athugasemdir
banner
banner