Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 19. júní 2022 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Lukaku nálgast Inter - Beðið eftir samþykki eigandans
Romelu Lukaku er á leið aftur til Inter
Romelu Lukaku er á leið aftur til Inter
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Inter er skrefi nær því að fá belgíska framherjann Romelu Lukaku á láni frá Chelsea. Ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio segir frá.

Félögin hafa rætt saman um Lukaku síðustu daga en hans heitasta ósk er að komast aftur til Ítalíu eftir vonbrigðatímabil á Englandi.

Chelsea hafnaði fyrsta tilboði frá Inter en ítalska félagið var þá reiðubúið að greiða 5 milljónir evra fyrir lánsdvölina.

Inter lagði fram nýtt 10 milljón evra tilboð í dag og er aðeins beðið eftir samþykki Steven Zhang, eiganda ítalska félagsins.

Það styttist því í endurkomu Lukaku í Inter en hann eyddi sínum bestu árum hjá félaginu áður en hann gekk aftur í raðir Chelsea á síðasta ári.

Lukaku kom að 80 mörkum á tveimur árum sínum hjá Inter í aðeins 95 leikjum og hjálpaði liðinu að vinna deildina undir stjórn Antonio Conte.
Athugasemdir
banner
banner
banner