Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 19. júlí 2018 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Enska knattspyrnuakademían hjá Gróttu
Afreksnámskeið Gróttu og Chris Brazell, akademíuþjálfara frá Englandi
Mynd: Aðsend
Christopher Arthur Brazell er einn yngsti þjálfarinn til að útskrifast með UEFA-A þjálfaragráðu frá Enska Knattspyrnusambandinu, FA.

Síðustu ár hefur hann þjálfað hjá Norwich FC sem er akademía af hæsta gæðaflokki á Englandi. Chris hefur víðtæka reynslu af því að starfa með börnum og unglingum bæði á Englandi og í Þýskalandi á sínum þjálfaraferli.

Grótta kynnir með stolti “Ensku knattspyrnu akademíuna” en námskeiðin eru frábært tækifæri fyrir iðkendur félagsins til að kynnast aðferðum og áherslum beint frá Englandi, vöggu knattspyrnunnar.

Námskeið 1:
Fyrir 11-13 ára (Börn fædd 2005-2007)
23.júlí - 3.ágúst

Námskeið 2:
Fyrir 14-16 ára (Börn fædd 2002-2004)
7.ágúst - 17.ágúst

Námskeiðin fara fram á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum klukkan 10:30 - 12:00 á Vivaldivellinum.

Takmarkaður fjöldi þátttakenda.

Námskeiðið kostar 15.000 krónur og fer skráning fram á [email protected]
Athugasemdir
banner
banner
banner