Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 19. júlí 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Þróttur 
Karl Brynjar og Víðir leystir undan samningi við Þrótt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karl Brynjar Björnsson og Víðir Þorvarðarson eru hættir hjá Þrótti R. nokkrum mánuðum fyrir samningslok.

Leikmennirnir komust að samkomulagi við félagið um að samningum þeirra yrði rift.

Báðir hafa þeir komið mikið við sögu í Inkasso-deildinni á tímabilinu þar sem liðið er í fimmta sæti, með 16 stig eftir 11 umferðir.

Karl Brynjar á 123 leiki að baki fyrir Þrótt og hefur verið fyrirliði liðsins undanfarin tvö ár.

Víðir hefur leikið 30 leiki fyrir félagið frá komu sinni frá Fylki fyrir síðasta keppnistímabil.

„Þróttur þakkar Víði og Karli fyrir frábært framlag þeirra til félagsins og óskar þeim góðs gengis í komandi verkefnum," segir á síðu Þróttar.
Athugasemdir
banner
banner
banner