Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 19. júlí 2021 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fulham leiðir kapphlaupið um Harry Wilson
Harry Wilson.
Harry Wilson.
Mynd: Getty Images
Fulham leiðir víst kapphlaupið um Harry Wilson, kantmann Liverpool. Þetta kemur fram á vefmiðlinum Goal.

Wilson hefur verið í 16 ár hjá Liverpool en aldrei spilað keppnisleik með aðalliðinu. Hann hefur undanfarin ár verið lánaður til ýmissa félaga; Derby, Bournemouth og Cardiff.

Fulham féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en ætlar sér beinustu leið aftur upp.

Wilson er í æfingabúðum Liverpool í Austurríki en það er ólíklegt að hann muni fá mörg tækifæri með aðalliði Liverpool á næstunni.

Talið er að Liverpool vilji fá um 15 milljónir punda fyrir hinn 24 ára gamla Wilson.
Athugasemdir
banner
banner