Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 19. október 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vieira hjálpar Zaha að verða betri innan sem utan vallar
Mynd: Getty Images

Wilfried Zaha tryggði Crystal Palace stigin þrjú gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gær.


Wolves komst yfir í fyrri hálfleik en Eberechi Eze jafnaði metin snemma leiks áður en Zaha kom liðinu yfir og tryggði sigurinn.

Zaha hrósaði Patrick Vieira stjóra liðsins eftir leikinn og segir að hann sé að gera sig að betri leikmanni sem og manneskju heilt yfir.

„Að hafa svona goðsögn sem stjóra gerir gæfumuninn því hann segir þér öðruvísi hluti endalaust sem hjálpar manni að að bæta sig sem manneskju heilt yfir. Hvernig við spilum leyfir mér að einbeita mér að aðal atriðinu, sem er að skora mörk," sagði Zaha.

Hann segist líka hafa áttað sig á að þurfa að verjast meira.

„Hugarfarið mitt hefur breyst og ég er ekki lengur bara góður að rekja boltann heldur að skora líka. Um leið og þú spilar með aðalliðinu áttaru þig á því að þú ert með ábyrgð, þetta snýst ekki bara um að rekja boltann og reyna að skjóta alltaf, þú verður að halda í við þinn mann."


Athugasemdir
banner
banner