Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 19. nóvember 2018 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Dalic ætlar að ræða við Lovren um myndbandið
Lovren og Dalic.
Lovren og Dalic.
Mynd: Getty Images
Dejan Lovren er ekki mikill aðdáandi Sergio Ramos eftir að Spánverjinn meiddi Mohamed Salah í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor.

Miðverðirnir mættust í Þjóðadeildinni í gær og nýtti Lovren tækifærið til að gefa kollega sínum olnbogaskot.

Hann birti myndband á Instagram eftir leikinn þar sem hann gerði grín að olnbogaskotinu í klefanum að leikslokum. Lovren gæti átt yfir höfði sér bann vegna málsins en Zlatko Dalic, landsliðsþjálfari Króatíu, ætlar að ræða við hann.

„Ég mun tala við Dejan persónulega og það verður bara á milli okkar og liðsins. Ég vil ekki tala um þetta opinberlega," sagði Dalic á fréttamannafundi.

Króatía vann leikinn gegn Spánverjum 3-2 og mætti Englandi í úrslitaleik um toppsæti riðilsins um helgina.

Englendingar höfðu betur og eru komnir í undanúrslit Þjóðadeildarinnar, ásamt Portúgal og Sviss. Holland eða Frakkland munu bætast við hópinn í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner