Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
banner
   mán 19. nóvember 2018 21:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kolbeinn: Kann ómetanlega mikið að meta þetta
Icelandair
Kolbeinn í leiknum í kvöld.
Kolbeinn í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var mjög ljúft að sjá boltann í netinu," sagði Kolbeinn Sigþórsson eftir að hafa skorað í vináttulandsleik Íslands og Katar í Belgíu í kvöld.

Kolbeinn skoraði úr vítaspyrnu þegar rúmar 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik.

Lestu um leikinn: Katar 2 -  2 Ísland

Þetta var fyrsta landsliðsmark Kolbeins síðan á Evrópumótinu 2016 og jafnframt hans fyrsti byrjunarliðsleikur með landsliðinu síðan á EM. Hann er núna aðeins þremur mörkum frá því að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen.

„Það var frábært fyrir mig að ná að skora eftir allan þennan tíma í burtu," sagði Kolbeinn sem hefur verið mikið frá vegna meiðsla.

„Ég ákvað að taka vítið einfalt, í vinstra hornið öruggt. Er ekki betra að vera öruggur?"

„Það er frábært fyrir mig að fá tækifæri hérna. Þeir eru að gefa mér tækifæri á að koma og vera með, að byggja mig upp og hjálpa mér í minni stöðu. Ég kann ómetanlega mikið að meta þetta. Vonandi finn ég mér lið í janúar."

Kolbeinn hefur verið í kuldanum hjá Nantes í Frakklandi og bara verið að æfa með varaliðinu þar.

„Það hjálpar mér mikið að hafa skorað í dag. Mér líður vel í líkamanum og það er ekkert að hrjá mig. Vonandi get ég byrjað að spila í janúar."

Viðtalið við hann er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner