Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 19. nóvember 2018 07:50
Magnús Már Einarsson
Man Utd tilbúið að tvöfalda laun Pellegrini
Powerade
Lorenzo Pellegrini er orðaður við Manchester United.
Lorenzo Pellegrini er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Fer Fabregas til AC Milan?
Fer Fabregas til AC Milan?
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru mætt með helsta slúður dagsins. Gjörið svo vel!



AC Milan hefur hafið viðræður um kaup á Cesc Fabregas (31) miðjumanni Chelsea. (Calciomercato)

Manchester United er tilbúið að tvöfalda laun Lorenzo Pellegrini (22) miðjumanns Roma, ef hann kemur til félagsins. (Football Italia)

Félög í ensku úrvalsdeildinni ákváðu að gefa Richard Scudamore, formanni deildarinnar, fimm milljóna punda kveðjugjöf þar sem þau óttuðust að hann yrði annars ráðinn til starfa hjá La Liga á Spáni. (Telegraph)

Real Madrid ætlar að bæta við sóknarmanni í janúar en liðið hefur misst þolinmæði á Gareth Bale (29) og Karim Benzema (30). (Express)

Barcelona ætlar að kaupa varnarmann í janúar en félagið hefur áhyggjur af stöðunni hjá Samuel Umtiti (25). (AS)

Antoine Griezmann, framherji Atletico Madrid, segir að það hafi verið erfitt að hafna Barcelona í sumar. Griezmann segir að stuðningurinn hjá Atletico hafi ráðið úrslitum í vali sínu. (Goal)

Mike Ashley, eigandi Newcastle, ætlar að gefa Rafael Benítez pening til leikmannakaupa í janúar. (Chronicle)

Ian Wright og Robbie Savage eru á meðal 300 aðila sem ætla að hefja byltingu gegn Gordon Taylor, formanni félags atvinnumanna í fótbolta á Englandi. (Mirror)

Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, segir að það sé tímaspursmál hvenær stuðningsmenn geta kosið á Twitter um það hvaða leikmenn eiga að koma inn á sem varamenn í leikjum. (Mirror)

Paul Scholes (43) hefur misst sæti sitt í liði Royton Town í elleftu deildinni á Englandi. Nokkrir leikmenn Royton voru að snúa aftur eftir meiðsli og þá var Scholes settur á bekkinn. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner