Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 19. nóvember 2021 15:00
Elvar Geir Magnússon
Ef einhver getur höndlað dýrkeypt mistök er það hann
Jorginho klúðraði víti gegn Sviss.
Jorginho klúðraði víti gegn Sviss.
Mynd: EPA
Ítalska landsliðinu mistókst í landsleikjaglugganum að tryggja sér farseðilinn á HM í Katar á næsta ári. Liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Sviss sem síðan vann riðilinn og gerði svo markalaust jafntefli gegn Norður-Írlandi á mánudag.

Jorginho gerði dýrkeypt mistök þegar hann klúðraði vítaspyrnu í jafnteflinu gegn Sviss. Hann hefur fengið mikla gagnrýni í ítölskum fjölmiðlum og ekki þótt standa sig í undankeppninni.

„Ef það er einhver með karakter til að höndla svona vonbrigði er það Jorginho," segir Thomas Tuchel, stjóri hans hjá Chelsea.

„Hann er með breitt bak. Ég treysti hans persónuleika og karakter. Það er mikilvægast að honum líði vel þegar hann kemur til baka. Að allir viti af stuðningi hans hérna, sama hvað gerist annarstaðar."

„Hann er okkar leikmaður okkar, hann fær vernd hér og við kunnum að meta hann. Við erum afskaplega ánægðir með að hann sé kominn til baka. Hann er ekki sá fyrsti sem klúðrar mikilvægri vítaspyrnu. Svona gerist. Hann verður ekki sá síðasti. Þetta er smá hraðahindrun á veginum en ekki meira."
Athugasemdir
banner
banner