Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 19. nóvember 2021 17:55
Victor Pálsson
Góðar líkur að þetta verði síðasta mót Neymar - „Flókin staða"
Mynd: EPA
Það eru góðar líkur á því að Brasilíumaðurinn Neymar muni leika sitt síðasta heimsmeistaramót á næsta ári en þá fer það fram í Katar.

Neymar gaf það sterklega í skyn í vikunni en hann segist hafa andlegan styrk til að halda áfram mikið lengur.

Liðsfélagi hans, Danilo, var spurður út í stöðu Neymar og segir hann að staðan sé flókin að svo stöddu.

„Þetta er flókið. Leikmenn í öðrum liðum tala um þetta. Toni Kroos hætti með Þýskalandi nýlega. Það er ekki jafn mikill skandall og þegar Ney talar um þetta," sagði Danilo.

„Hann þarf að passa sig en ef hann segir þetta þá er hann með sínar ástæður. Fólkið sem vinnur með honum mun fara yfir stöðuna."

„Þetta er persónulegt mál, það er erfitt að gefa skoðun. Ég er þó ekki á sömu skoðun og hann."
Athugasemdir
banner
banner