Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 20. janúar 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Þór/KA 
Þór/KA fær Tiffany frá Breiðabliki (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA hefur krækt í sóknarmanninn Tiffany McCarty frá Breiðabliki. Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum Þór/KA og heimasíðu félagsins.

Tifanny er leikreyndur leikmaður sem leikið hefur bæði með Breiðabliki og Selfossi. Hún verður reynslumesti leikmaður Þór/KA á komandi tímabili og mun spila í treyju númer 14.


Á dögunum var greint frá því að þær Sandra María Jessen og Andrea Mist Pálsdóttir væru báðar komnar heim úr atvinnumennsku og hefðu samið við Þór/KA.

Tiffany er fædd 1990 og hefur leikið alls 48 leiki á Íslandi og skorað í þeim 22 mark. Áður en hún kom til Íslands hafði hún að mestu spilað í heimalandinu, Bandaríkjunum

„Þetta er annað skref í rétta átt fyrir félagið. Við vildum bæta við fleiri mörkum hjá liðinu og Tiffany er leikmaður sem mun án efa skila því til liðsins. Á undanförnum vikum höfum við breyst úr mjög ungum leikmannahópi í það að vera með gott jafnvægi á milli ungra og reyndra leikmanna," segir Perry Mclachlan, annar þjálfari Þór/KA.

„ Hún kemur ekki bara með gæði heldur gífurlega reynslu sem atvinnumaður og mun hjálpa okkur að efla og kenna okkar ungu stelpum," segir Jón Stefán Jónsson, hinn þjálfari liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner