Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 20. febrúar 2019 17:30
Elvar Geir Magnússon
Segir að Wenger yrði fullkominn fyrir Chelsea
David Seaman, fyrrum markvörður Arsenal.
David Seaman, fyrrum markvörður Arsenal.
Mynd: Getty Images
David Seaman telur að Arsene Wenger yrði besti kosturinn fyrir Chelsea ef Maurizio Sarri verður rekinn.

Sarri er á þunnum ís eftir vond úrslit og telur Seaman mjög ólíklegt að Wenger taki við liðinu, en segir þó að hann yrði fullkominn kostur.

„Arsene hefur alltaf sagt að hann myndi ekki koma aftur í úrvalsdeildina því hann elskar Arsenal, það væri ekki rétt að keppa gegn Arsenal," segir Seaman.

„Hann er samt svo sannarlega rétti maðurinn til að lækna sárin og gæti hugsað 'Ég vil taka þetta og sýna fólki að því skjátlast um mig'."

„Það er útlit fyrir að það verði starf laust hjá Chelsea bráðlega en það ræðst á næstu þremur leikjum. Það eru stórir leikir fyrir Chelsea."

„Wenger er magnaður stjóri og ég vil sjá hann snúa aftur en ég held að hann gæti ekki tekið við Chelsea."

Wenger er enn án starfs síðan hann hætti hjá Arsenal en hann segist engan veginn vera hættur.
Athugasemdir
banner
banner
banner