Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 20. mars 2021 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingahópur U19 valinn: Allir nema tveir á höfuðborgarsvæðinu
Mynd: Fjölnir
Mynd: Heimasíða ÍA
Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið 23 leikmenn frá 12 félögum til æfinga 25.-28. mars.

Æfingarnar fara fram í Skessunni í Hafnarfirði og eru áhorfendur ekki leyfðir á æfingunum.

Vegna Covid-19 mæta leikmenn klæddir í sínum eigin æfingafatnaði beint í Skessuna og mun KSÍ því hvorki leggja til æfingafatnað né vatn.

„Af gefnu tilefni skal minnt á það að samkvæmt samstarfsreglum milli KSÍ og aðildarfélaga um þátttöku leikmanna í leikjum og æfingum á vegum KSÍ þá skulu félög heimila leikmönnum sínum þátttöku á þessum æfingum. Í því tilfelli að leik beri upp á sömu helgi og landsliðsæfingar fara fram skal leikmaðurinn skilyrðislaust mæta á landsliðsæfingar og getur hann því ekki leikið með félagi sínu þá helgi," segir meðal annars í bréfi til knattspyrnufélaga þeirra leikmanna sem eru kallaðir í æfingahópinn.

Æfingahópinn má sjá hér fyrir neðan og eru það FH, Fjölnir, Leiknir R. og Stjarnan sem eiga flesta fulltrúa eða þrjá hvert. HK, ÍA og Valur eiga tvo fulltrúa á haus.

Hópurinn:
Tómas Bjarki Jónsson | Breiðablik

Dagur Þór Hafþórsson | FH
Logi Hrafn Róbertsson | FH
Úlfur Ágúst Björnsson | FH

Halldór Snær Georgsson | Fjölnir
Hilmir Rafn Mikaelsson | Fjölnir
Lúkas Logi Heimisson | Fjölnir

Óskar Borgþórsson | Fylkir

Kjartan Kári Halldórsson | Grótta

Ívan Óli Santos | HK
Ólafur Örn Ásgeirsson | HK

Guðmundur Tyrfingsson | ÍA
Hrafn Hallgrímsson | ÍA

Bergvin Fannar Helgason | ÍR

Andi Hoti | Leiknir R.
Davíð Júlían Jónsson | Leiknir R.
Shkelzen Veseli | Leiknir R.

Ísak Andri Sigurgeirsson | Stjarnan
Óli Valur Ómarsson | Stjarnan
Viktor Reynir Oddgeirsson | Stjarnan

Kristófer Jónsson | Valur
Kári Daníel Alexandersson | Valur

Egill Helgason | Þróttur R.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner