Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 20. mars 2021 17:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Mikill fengur fyrir mig ef hann er tilbúinn að skrifa undir"
Reiknað með því að Sigurvin taki sem aðstoðarþjálfari KR
Sigurvin Ólafsson.
Sigurvin Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurvin Ólafsson var á skýrslu sem aðstoðarþjálfari KR gegn Val í Lengjubikarnum í dag.

KR tók 3-0 forystu í leiknum en Valur kom til baka og jafnaði í 3-3. Valur vann svo í vítaspyrnukeppni. Stórskemmtilegur leikur sem hægt er að lesa meira um hérna.

KR hefur verið í aðstoðarþjálfaraleit frá því Bjarni Guðjónsson tók við U19 liði Norrköping í síðasta mánuði.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, býst við því að Sigurvin verði aðstoðarþjálfari liðsins í sumar.

„Við reiknum fastlega með því," sagði Rúnar við Fótbolta.net spurður að því hvort Sigurvin yrði aðstoðarþjálfari liðsins í sumar.

„Það er búið að ræða við Sigurvin og það er bara verið að ganga frá einhverjum endum á milli KR og hans. Vonandi skýrist það á allra næstu dögum."

„Venni er búinn að vera með mér í þrjár vikur og staðið sig gríðarlega vel. Það er mikill fengur fyrir mig ef hann er tilbúinn að skrifa undir," sagði Rúnar.

Sigurvin er fyrrum leikmaður KR en undanfarin ár hefur hann náð góðum árangri sem þjálfari KV. Hann kom liðinu upp í 2. deild á síðasta ári. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þeim málum verður háttað ef hann tekur við sem aðstoðarþjálfari KR, það er að segja hver mun sjá um þjálfun KV í sumar.
Rúnar Kristins: Gáfum þeim öll mörkin - Ein stefna í KR
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner