Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 20. júní 2022 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Cork tekur slaginn áfram með Burnley (Staðfest)
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn Jack Cork hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við enska félagið Burnley.

Cork hefur, ásamt Ashley Barnes, ákveðið að halda tryggð við Burnley eftir að það féll úr úrvalsdeildinni í vor. Burnley spilar í Championship-deildinni á næsta tímabili.

Vincent Kompany var ráðinn nýr stjóri félagsins á dögunum.

„Tækifærið að vinna með Vincent Komapny, manni sem ég hef spilað við í nokur ár og einhverjum sem hefur unnið allt sem leikmaður, er frábæt og það verður frábært að læra af honum," sagði Cork.

Cork verður 33 ára seinna í mánuðinum og hefur verið hjá Burnley frá árinu 2017.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner