Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 20. júlí 2022 22:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ekroth stundum kallaður Peter - „Pabbi var mjög ánægður með þetta"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Raggi Óla
Oliver Ekroth varnarmaður Víkings var til viðtals hjá Fótbolta.net í dag fyrir viðureign liðsins gegn TNS í forkeppni Sambandsdeildarinnar á morgun.

Hann var spurður út í dvölina sína á Íslandi til þessa. Fyrir utan veðrið er hann ánægður.

„Þetta hefur byrjað vel, mér líkar vel við Víking, þjálfarann og leikmennina. Mér líkar allt við þetta, nema kannski veðrið en það er fínt í dag. Þetta byrjaði erfiðlega, ég mætti seint og var í vandræðum líkamlega," sagði Ekroth.

„Þetta hefur verið betra og betra á hverjum mánuði, hverri viku, hverjum leik og hverri æfingu. Ég á enn langt í land til að vera besta útgáfan af sjálfum mér, ég mun halda áfram að berjast."

Ekroth hefur verið fastamaður í miðverðinum en hefur þurft að spila með þremur mismunandi leikmönnum, Halldór, Viktor Örlyg og Kyle McLagan. Það er ekkert vandamál fyrir Ekroth.

„Já og nei. Þeir eru allir mjög góðir leikmenn, þetta er ekki erfitt en maður þarf að aðlagast hverjum og einum, allir eru með misjafna eiginleika. Ég get ekki gert upp á milli þeirra, þegar Arnar ákveður að hafa mig í liðinu geri ég mitt besta til að hjálpa liðinu að vinna,"

Hann hefur oft verið kallaður Peter, en það er milli nafnið hans en það er t.d. skráð sem fornafnið hans á heimasíðu KSÍ. Það er ekkert að trufla hann.

„Já, það er millinafnið mitt. Ég hef ekki spáð mikið í þessu, mér er alveg sama. Ég heiti Oliver, pabbi minn var mjög ánægður með þetta þegar hann kom í heimsókn því hann heitir Peter og ég fékk nafnið frá honum,"

Hann er með samning út tímabilið. Hann er ekkert að hugsa um það en líður vel á Íslandi.

„Nei ég hef ekki hugsað um það. Ég nýt mín hérna og líkar vel við Ísland, við sjáum til."


Oliver Ekroth: Held að það verði nóg til að ná í góð úrslit
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner