Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 20. nóvember 2021 09:00
Victor Pálsson
Hazard íhugar sterklega að yfirgefa Real
Mynd: EPA
Eden Hazard, leikmaður Real Madrid, er sterklega að íhuga það að yfirgefa spænska félagið strax í janúarglugganum.

Frá þessu greinir ABC en Hazard hefur lítið sýnt hjá Real síðan hann kom til félagsins frá Chelsea árið 2019.

Meiðsli hafa sett stórt strik í reikning Hazard sem fær nú lítið að spila undir stjórn Carlo Ancelotti og nær ekki að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu.

Síðan Hazard kom til Real árið 2019 hefur hann aðeins tekið þátt í 45 prósent leikja liðsins sem er gríðarlega lág tala. Samtals hefur Hazard skorað og lagt upp 12 mörk.

Talið er að Chelsea gæti íhugað að fá Hazard aftur í sínar raðir en þá aðeins á láni. Lið eins og Juventus og Newcastle eru einnig nefnd til sögunnar.

Hazard var frábær fyrir Chelsea frá 2012 til 2019 en eftir komuna til Spánar hefur meiðslunum fjölgað verulega.

Athugasemdir
banner
banner