Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 20. desember 2022 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Fyrrum leikmaður Vals tekur við Charlton (Staðfest)
Dean Holden tekur við Charlton í C-deildinni
Dean Holden tekur við Charlton í C-deildinni
Mynd: Bristol City
Dean Holden, fyrrum leikmaður Vals, var í dag ráðinn stjóri Charlton Athletic í ensku C-deildinni.

Íslandsvinurinn spilaði hjá Val á láni frá Bolton Wanderers árið 2001 og kom við sögu í níu leikjum í deild- og bikar áður en hann snéri aftur til Englands.

Hann átti farsælan feril í neðri deildum Englands áður en hann snéri sér að þjálfun.

Holden var aðstoðarmaður Lee Johnson hjá Bristol City frá 2016 til 2020 áður en hann tók svo við keflinu af Johnson um sumarið. Hann var látinn fara frá Bristol í febrúar á síðasta ári.

Þaðan fór hann til Stoke City þar sem hann sinnti stöðu aðstoðarþjálfari en var svo gerður að bráðabirgðastjóra eftir að Michael O'Neill var látinn fara. Þar stýrði hann einum leik áður en hann sagði af sér eftir að Alex O'Neil var ráðinn inn.

Holden er nú mættur aftur í stjórastólinn en hann skrifaði í dag undir samning við Charlton Athletic í C-deildinni.

Charlton er í 18. sæti deildarinnar með 24 stig en liðið hefur tapað síðustu þremur leikjum sínum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner