Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 21. apríl 2019 21:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fimmta tapið í röð á útivelli hjá United - Fyrsta sinn síðan 1981
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Manchester United tapaði fimmta útileik sínum í röð í öllum keppnum í dag. Það er í fyrsta sinn síðan í mars 1981 þegar Dave Sexton var við stjórnvölinn.

Everton vann sannfærandi 4-0 í dag og virkuðu gestirnir andlausir. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði og lagði upp mark hjá Everton og var maður leiksins í dag.

Aðrir tölfræðimolar tengdir leiknum í dag
Everton hefur ekki unnið United stærra síðan 1984 þegar liðið vann 5-0 sigur.

Þetta var stærsta tap United síðan liðið tapaði 4-0 gegn Chelsea árið 2016.

United hefur fengið á sig 48 mörk í deildinni á leiktíðinni. Það mesta í sögu liðsins í úrvalsdeildinni og það þarf að fara aftur til tímabilsins 1978-79 til að finna tímabil sem liðið fékk meira á sig í deildinni. Þá fékk liðið á sig 63 mörk.

Everton hefur unnið inn flest stig á heimavelli gegn efstu sex liðunum af öllum liðum neðan við efstu sex. Tíu stig hefur liðið unnið sér inn.

United hefur ekki haldið hreinu í ellefu leikjum. Lengsta tímabil síðan 1998.

Aðeins Andrei Kanchelskis(15), Yakubu (15) og Lukaku(15) hafa skorað meira en Richarlison á sínu fyrsta tímabili hjá Everton. Þrettán mörk hefur Brasilíumaðurinn skorað.

Gylfi Þór Sigurðsson hefur komið að níu mörkum gegn Manchester United, sem er það mesta sem hann hefur gert gegn einu liði. Fimm mörk og fjórar stoðsendingar.

David De Gea hefur fengið á sig átta mörk fyrir utan teig sem er það mesta sem hann hefur fengið á sig fyrir utan teig í deildinni síðan hann kom til United fyrir utan tímabilið 2013-14 þegar hann fékk á sig níu mörk fyrir utan teig.
Athugasemdir
banner
banner
banner