Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 21. apríl 2021 09:30
Victor Pálsson
Grímur Ingi í KR - Lánaður til KV (Staðfest)
Mynd: Hulda Margrét
Grímur Ingi Jakobsson hefur skrifað undir samning við KR í Pepsi Max-deild karla en þetta kom fram í gær.

Um er að ræða ungan og efnilegan leikmann en Grímur er fæddur árið 2003 og á að baki meistaraflokksleiki.

Grímur hefur spilað með meistaraflokk Gróttu síðan 2018 og kom við sögu í þremur leikjum í efstu deild í fyrra.

KR hefur tekið ákvörðun um að lána leikmanninn til KV fyrir sumarið en liðið leikur í 2. deildinni.

Grímur er unglingalandsliðsmaður og hefur verið valinn í úrtakshóp U19. Samningur hans átti að renna út í lok árs.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner