Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 21. maí 2019 21:32
Brynjar Ingi Erluson
Pepsi Max-kvenna: Hólmfríður hetja Selfyssinga - Valur skoraði fjögur
Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði og lagði upp í heimasigri
Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði og lagði upp í heimasigri
Mynd: Anna Þonn - fotbolti.net
Síðustu tveir leikir kvöldsins í Pepsi-Max deild kvenna voru að klárast en Valur hafði betur gegn HK/Víking, 4-0, á meðan Selfoss vann baráttusigur á Keflvíkingum, 3-2.

Valur var með fullt hús stiga fyrir leikinn og ákvað liðið því að halda góðu gengi sínu áfram. Elín Metta Jensen kom liðinu yfir á 45. mínútu áður en Elísa Viðarsdóttir bætti við öðru í byrjun síðari hálfleiks.

Guðrún Karitas Sigurðardóttir gerði þriðja markið á 80. mínútu áður en Mist Edvardsdóttir gerði út um leikinn undir lok hans og lokatölur því 4-0. Valur og Breiðablik deila því efsta sætinu með 12 stig.

Selfoss lagði Keflavík á meðan 3-2. Barbára Sól Gísladóttir kom Selfyssingum á bragðið á 3. mínútu áður en Sophie McMahon Groff jafnaði metin eftir hálftímaleik.

Hin afar unga og efnilega Sveindís Jane Jónsdóttir kom Keflavík yfir fimm mínútum síðar og þannig stóðu leikar í hálfleik. Hólmfríður Magnúsdóttir kom inná sem varamaður í lið Selfyssinga um miðjan síðari hálfleikinn og þá fóru hlutirnir að gerast.

Hún lagði upp jöfnunarmarkið á Grace Rapp áður en hún skoraði síðan sjálf sigurmarkið í uppbótartíma. Hún skoraði þá með skalla eftir hornspyrnu.

Selfyssingar fara með sigur af hólmi og ná í annan sigur sinn í deildinni.

Úrslit og markaskorarar:

Selfoss 3 - 2 Keflavík
1-0 Barbára Sól Gísladóttir ('3 )
1-1 Sophie Mc Mahon Groff ('29 )
1-2 Sveindís Jane Jónsdóttir ('34 )
2-2 Grace Rapp ('70 )
3-2 Hólmfríður Magnúsdóttir ('90 )

HK/Víkingur 0 - 4 Valur
0-1 Elín Metta Jensen ('45 )
0-2 Elísa Viðarsdóttir ('55 )
0-3 Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('80 )
0-4 Mist Edvardsdóttir ('88 )
Athugasemdir
banner
banner
banner