Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 21. maí 2021 21:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Fyrsti sigur Þróttar - Fótboltaveisla á Ásvöllum
Lærisveinar Hemma unnu flottan sigur.
Lærisveinar Hemma unnu flottan sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Völsungur mætti af krafti á Ásvöllum.
Völsungur mætti af krafti á Ásvöllum.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Magni vann öruggan sigur.
Magni vann öruggan sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lærisveinar Hermanns Hreiðarssonar í Þrótti Vogum unnu sinn fyrsta leik í 2. deildinni í sumar þegar þeir fóru í heimsókn til ÍR í Breiðholt í kvöld.

Þróttarar voru í stuði í Breiðholtinu og þeir unnu að lokum 1-5 sigur gegn ÍR-ingum. Þróttarar höfðu gert jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum en þeir eru núna komnir á sigurbraut. ÍR hafði unnið fyrstu tvo leiki sína fyrir leikinn í kvöld.

Deildin er mjög jöfn enn sem komið er. Reynir Sandgerði, sem eru nýliðar í deildinni, eru með sex stig í öðru sæti. Þeir unnu dramatískan sigur á Kára í kvöld þar sem sigurmarkið kom í uppbótartímanum. Kári er með eitt stig.

Leikur kvöldsins var líklega á Ásvöllum þar sem Haukar tóku á móti Völsungi. Gestirnir frá Húsavík mættu í leikinn af miklum krafti og þeir fóru inn í leikhléið 2-0 yfir.

Santiago Feuillassier Abalo, sem skoraði frábært mark í fyrri hálfleik, fékk að líta sitt annað gula spjald snemma í seinni hálfleik og Völsungar einum færri. Haukar minnkuðu muninn en svo skoraði Sæþór Olgeirsson frábært mark og kom gestunum í 3-1. Haukar gáfust hins vegar ekki upp og náðu að jafna. Þeir náðu þó ekki að vinna og lokatölur 3-3.

Bæði lið eru með fjögur stig eftir þrjá leiki. Sömu sögu er að segja af Magna sem vann frábæran útisigur á Fjarðabyggð í kvöld, 0-4. Jeffrey Monakana skoraði tvennu í liði Magna en Fjarðabyggð er með eitt stig.

Þá gerðu Njarðvík og KV jafntefli, 1-1, þar sem er Njarðvík jafnaði í lokin. Njarðvík hefur gert jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum en KV er með fimm stig.

Svavar Örn Þórðarson, ungur drengur sem var dæmdur í fimm leikja bann af KSÍ á dögunum, kom inn á undir lokin hjá Njarðvík. Hann mátti spila í kvöld þar sem bannið gildir bara í 2. flokki.

ÍR 1 - 5 Þróttur V.
0-1 Rubén Lozano Ibancos ('6 , víti)
0-1 Axel Kári Vignisson ('25 , misnotað víti)
0-2 Patrik Hermannsson ('28 , sjálfsmark)
0-3 Viktor Smári Segatta ('65 )
0-4 Sigurður Gísli Snorrason ('68 )
1-4 Bragi Karl Bjarkason ('77 )
1-5 Rubén Lozano Ibancos ('84 )
Lestu nánar um leikinn

Reynir S. 2 - 1 Kári
0-1
1-1
2-1
Af Úrslit.net

Fjarðabyggð 0 - 4 Magni
0-1 Dominic Vose ('21)
0-2 Jeffrey Monakana ('30)
0-3 Alejandro Manuel Munoz Caballe ('52)
0-4 Jeffrey Monakana ('87)

Njarðvík 1 - 1 KV
0-1 Nikola Dejan Djuric ('72)
1-1 Andri Fannar Freysson ('91)

Haukar 3 - 3 Völsungur
0-1 Sæþór Olgeirsson ('3, víti)
0-2 Santiago Feuillassier Abalo ('33)
1-2 Kristófer Dan Þórðarson ('65)
1-3 Sæþór Olgeirsson ('71)
2-3 Kristófer Dan Þórðarson ('76)
3-3 Tómas Leó Ásgeirsson ('80)
Rautt spjald: Santiago Feuillassier Abalo, Völsungur ('57)
Athugasemdir
banner
banner