Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 20. maí 2021 16:54
Elvar Geir Magnússon
KSÍ dæmir tvo unga leikmenn í fimm leikja bann
Frá Dalvíkurvelli.
Frá Dalvíkurvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur dæmt tvo unga leikmenn í fimm leikja bann. Í báðum tilfellum er um að ræða bann leikmanns vegna ummæla um leikmann í liði andstæðinganna, ummæli sem fela í sér fyrirlitningu og niðurlægingu í orði, eins og segir í báðum úrskurðum.

Viktor Smári Elmarsson, sem fæddur er 2002, er dæmdur í bann vegna hegðunar í æfingaleik með Magna gegn Aftureldingu sem fram fór á Dalvíkurvelli fyrir mót.

„Hafi ummæli leikmannsins, „Pólska drasl“ falið í sér fyrirlitningu og niðurlægingu í orði varðandi þjóðernisuppruna leikmanns andstæðinga. Vegna brotsins skal leikmaðurinn sæta leikbanni í fimm leiki í keppnum og banni frá Dalvíkurvelli á meðan bannið varir," segir í úrskurði nefndarinnar.

Viktor var skráður leikmaður FH á þeim tíma sem atvikið átti sér stað en á fundi aga- og úrskurðarnefndar þann 4. maí var leikmaðurinn orðinn skráður leikmaður KA. Þá átti atvikið sér stað er leikmaðurinn lék undir merkjum Magna í æfingaleik á móti Aftureldingu.

„Leikmaður Aftureldingar vildi ekki koma úr klefanum til að taka við afsökunarbeiðni því hann var niðurbrotinn, að sögn þjálfara hans," segir í skýrdslu dómara leiks.

„Fokking hommi"
Þá hefur Svavar Arnar Þórðarson, leikmaður Njarðvíkur sem er fæddur 2004, verið dæmdur í fimm leikja bann vegna atviks í bikarleik 2. flokks karla. Svavar fékk rautt spald fyrir orðbragð og/eða látbragð sem er særandi, móðgandi eða svívirðilegt

„Hafi ummæli leikmannsins; „fokking hommi“ falið í sér fyrirlitningu og niðurlægingu í orði með vísan til kynhneigðar leikmanns andstæðinga. Vegna brotsins skal leikmaðurinn sæta leikbanni í 5 leiki í öllum keppnum á vegum KSÍ og banni frá Domusnova vellinum í Reykjavík á meðan bannið varir."

Þá hafa Magni og Njarðvík fengið sektir upp á 100 þúsund krónur, hvort félag.
Athugasemdir
banner
banner
banner