Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   fim 21. júní 2018 13:16
Fótbolti.net
Póstkort frá Volgograd - Móðurlandið kallar
Icelandair
Móðurlandið kallar.
Móðurlandið kallar.
Mynd: Getty Images
Rétt við leikvanginn í Volgograd þar sem Ísland og Nígería mætast á morgun má finna magnaðan minningarð um 'Orrustuna um Stalíngrad'.

Fjölmargir Íslendingar hafa skoðað þennan minningargarð í dag en nokkrir fjölmiðlamenn gerðu slíkt hið sama.

Á þessu svæði var vendipunktur seinni heimsstyrjaldarinnar og svakalegur fjöldi fólks týndi lífi.

Á efsta punkti garðsins, sem einnig er efsti punktur borgarinnar, má finna styttuna 'Móðurlandið kallar', sem er stærsta stytta Evrópu. Móðir Rússlands kallar þar á 'syni' sína og 'dætur' og segir þeim að gera allt sem hægt er til að vernda landið.

Í sjónvarpinu hér að ofan má sjá póstkort frá minningargarðinum

Volgograd hét áður Stalíngrad en 1961 var nafninu breytt þegar stjórn Nikita Khrushchev reyndi að afmá nafn Stalíns af flestu í Rússlandi. Margir Rússar vilja að Stalíngrad nafnið verði aftur tekið upp.

Sagan drýpur af hverju strái en í borginni átti sér stað blóðug og óhugnaleg orrusta í seinni heimsstyrjöldinni.

Þar var vendipunktur þegar 'Orrustan um Stalíngrad' fór fram. Hún er af mörgum talin vera blóðugasta orrusta mannkynssögunnar en hátt í 2 milljónir manna voru myrtir, limlestir eða handteknir.

Borgin var álitin gríðarlega verðmæt vegna staðsetningar sinnar og að siglingaleiðin Volga er við hana. Þýski herinn gerði umsátur um borgina 1942 en Sovétmenn vörðu hana frækilega. Sigur Sovétmanna í orrustunni um Stalíngrad markaði upphaf hruns Þjóðverja.
Athugasemdir
banner
banner