Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. júlí 2022 16:00
Elvar Geir Magnússon
Leeds mun halda áfram að skemmta áhorfendum
Patrick Bamford.
Patrick Bamford.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Leeds United geta búið sig undir að halda áfram að horfa á skemmtilegan fótbolta á komandi tímabili. Þetta segir Patrick Bamford, sóknarmaður Leeds.

Í fyrsta sinn í fimm ár er Leeds að fara í gegnum undirbúningstímabil án þess að Marcelo Bielsa haldi um stjórnartaumana. Liðið hefur breyst mikið og nú er það Jesse Marsch sem stýrir.

Kalvin Phillips og Raphinha eru farnir til Manchester City og Barcelona.

„Við héldum sæti okkar í ensku úrvalsdeildinni og leikmannahópurinn hefur breyst mikið. Við höfum fengið tíma til að vinna eftir því sem Jesse vill, lært inn á leikkerfið hans. Við verðum aðeins öðruvísi en höldum samt skemmtanagildinu," segir Bamford.

Hver er munurinn á Bielsa og Marsch?

„Þeir eru mjög ólíkir en samt á margan hátt líkir. Þeir eru með sömu ákefð og vinnuframlag, þeir fara báðir fram á 100% frammistöðu á vellinum og á æfingasvæðinu. En þú getur einnig fengið þér sæti með Jesse og boðað hádegismat með honum," segir Bamford.

„Ef að vinnunni er lokið, fótboltaæfingunni lokið og búið að skoða myndbönd þá getur þú spjallað við hann um alls konar hluti sem tengjast fótbolta ekki neitt."

Bamford missti af nánast öllu síðasta tímabili vegna meiðsla en vonast til þess að komandi tímabil verði farsælla fyrir sig. Hann á sér þann draum að komast í enska landsliðshópinn fyrir HM í Katar.
Athugasemdir
banner
banner
banner