Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 21. ágúst 2021 13:07
Brynjar Ingi Erluson
Danmörk: Frábær endurkoma Lyngby dugði ekki til sigurs
Freyr Alexandersson og hans menn í Lyngby voru grátlega nálægt mögnuðum endurkomusigri
Freyr Alexandersson og hans menn í Lyngby voru grátlega nálægt mögnuðum endurkomusigri
Mynd: Lyngby
Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í danska B-deildarliðinu Lyngby gerðu 3-3 jafntefli við Helsingör í dag. Lyngby var 2-0 undir í hálfleik.

Lyngby hafði unnið alla fimm leikina á tímabilinu fram að leiknum í dag en liðið lenti tveimur mörkum undir.

Staðan var 2-0 fyrir Helsingör í hálfleik en í þeim síðari skoruðu gestirnir þrjú mörk og náðu þar ótrúlegri endurkomu á aðeins sextán mínútum.

Callum McCowatt jafnaði metin á 75. mínútu og þar við sat. Fyrsta jafnteflið sem Lyngby gerir á tímabilinu.

Sævar Atli Magnússon kom inná sem varamaður eftir þriðja mark Helsingör.

Lyngby er áfram á toppnum með 16 stig eftir fyrstu sex leikina.
Athugasemdir
banner
banner
banner