Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   lau 21. ágúst 2021 16:42
Sverrir Örn Einarsson
Jónatan: Tvær stoðsendingar og þrjú mörk er bara geggjað
Jóntan gerði þrennu í dag gegn Keflavík
Jóntan gerði þrennu í dag gegn Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Jónatan Ingi Jónsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins þegar FH vann stórsigur á liði Keflavíkur 5-0 í Keflavík fyrr í dag. Jónatan sem endaði leikinn með þrennu og tvær stoðsendingar mætti í viðtal til fréttaritara að leik loknum og var spurður. Er nokkuð hægt að gera betur?

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  5 FH

„Nei eiginlega ekki. Mér fannst ég samt reyndar eiga að geta gert betur í nokkrum stöðum þá sérstaklega í seinni hálfleik þar sem ég hefði getað gefið hann fyrr eða skotið en tvær stoðsendingar og þrjú mörk er bara geggjað. “

FH hefur unnið tvo síðstu leiki sína 5-0 og ljóst að FH vélin er farin að malla. Liðið er þó að öllum líkindum úr leik í toppbaráttu deildarinnar. Hefði ekki verið betra að byrja á þessu fyrr?

„Maður spyr sig. Við skuldum öllum FHingum og sjálfum okkur að sýna að við erum betri en við höfum verið hingað til. Höfum gert það ágætlega í síðustum tveimur leikjum en eigum samt að mínu mati nóg inni,“

Ungir leikmenn hafa verið að fá tækifærið í liði FH að undanförnu í leikjum liðsins og um þá sagði Jónatan sem er þó langt í frá einn af eldri mönnum liðsins.

„Logi Hrafn er búinn að byrja tvo leiki í röð og vera frábær, sáum það í dag og á móti Leikni sem og fleiri. Oliver kemur inn á og skorar og leggur upp. Það eru þvílík gæði í ungu leikmönnunum í Krikanum og verða næstu ár spennandi. “

Sagði Jóntan en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner