Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 21. ágúst 2021 06:00
Victor Pálsson
Telur að Alisson geti orðið bestur í sögu Liverpool
Mynd: EPA
Alisson Becker getur orðið besti markvörður í sögu Liverpool að sögn goðsagnarinnar John Barnes sem lék lengi með félaginu.

Alisson er talinn vera einn besti markvörður heims í dag og hefur verið frábær síðan hann kom frá Roma árið 2017.

Á Anfield hefur Alisson fagnað sigri í bæði Meistaradeild og ensku úrvalsdeildinni en síðasta tímabil liðsins voru þó töluverð vonbrigði.

Barnes er mikill aðdáandi Brasilíumannsins og telur hann geta eignað sér titilinn sem besti markmaður í sögu þeirra rauðklæddu.

„Ég held að hann geti klárlega komist á meðal Ray Clemence og Bruce Grobbelaar sem besti markvörður Liverpool frá upphafi," sagði Barnes.

„Ef hann fer frá liðinu á næsta ári þá er það hins vegar annað mál. Í lok dags þá dæmirðu fólk frá því hvað það skilur eftir sig hjá félaginu."

„Alisson hefur aðeins verið hérna í tvö og hálft ár og hefur staðið sig svo vel, ef hann heldur áfram uppteknum hætti þá væri ég ekki hissa ef hann yrði sá besti í sögunni."
Athugasemdir
banner
banner
banner