Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 21. desember 2020 18:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lewandowski: Ronaldo og Messi velkomið að setjast við mitt borð
Mynd: Getty Images
Robert Lewandowski var valinn besti leikmaður heims á verðlaunahátíð FIFA í síðustu viku. Í öðru sæti var Cristiano Ronaldo og í því þriðja var Lionel Messi.

Messi og Ronaldo hafa svo gott sem einokað slík verðlaun síðustu fjórtán árin en Lewandowski átti verðlaunin svo sannarlega skilin þetta árið. Hann var markahæsti leikmaður ársins, vann þýsku Bundesliga, bikarinn og Meistaradeildina.

„Messi og Ronaldo hafa setið við sama borð, á toppnum, í mjög langan tíma, það gerir þá ósamanburðarhæfa við aðra," sagði Lewandowski.

„Ég get ekki séð mig við hlið þeirra á þeirra borði. Að því sögðu, ef þú lítur til síðasta árs og jafnvel áranna á undan, þá er ég samanburðarhæfur þegar kemur að markaskorun."

„Ég er ekki á sama borði og Messi og Ronaldo en ég get boðið þeim sæti við borðið mitt."

Athugasemdir
banner
banner