Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 22. janúar 2019 12:53
Elvar Geir Magnússon
Viðamikil leit að flugvélinni - Búist við að báðir séu látnir
Emiliano Sala skorað 12 mörk í 19 leikjum fyrir Nantes í frönsku deildinni.
Emiliano Sala skorað 12 mörk í 19 leikjum fyrir Nantes í frönsku deildinni.
Mynd: Getty Images
Flugvél af sömu gerð og sú sem leitað er að.
Flugvél af sömu gerð og sú sem leitað er að.
Mynd: A Piper Malibu plane
Mynd: Press Association Images
Mynd: Nantes
Nú stendur yfir leit að lítilli flugvél sem hvarf af ratsjám (um 20:30 í gærkvöldi) þegar hún var á leið frá Nantes til Cardiff. Skömmu áður hafði hún tilkynnt um nauðlendingu. Um borð voru tveir einstaklingar; flugmaður og argentínski leikmaðurinn Emiliano Sala. Óttast er að þeir hafi farist.

Sala, sem er 28 ára, varð um helgina dýrasti leikmaðurinn í sögu Cardiff þegar félagið keypti hann frá Nantes á fimmtán milljónir punda.

Hann átti að mæta á sína fyrstu æfingu hjá Cardiff í dag en landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson leikur fyrir félagið.

Fréttir varðandi leitina:

13:40 - Við segjum þessari fréttaveitu af málinu lokið inni í þessari frétt. Allar nýjar fréttir af málinu koma að sjálfsögðu beint inn á Fótbolta.net

13:36 - Stuðningsmenn Nantes safnast saman með gula túlípana

12:53 - John Fitzgerald sem stýrir leitinni segir að hann búist ekki við því að neinn hafi lifað af. Hann segir að strandgæslumenn deili þessari skoðun sinni. Enn er óljóst hvernig vélin hvarf en engar vísbendingar hafa fundist þrátt fyrir mikla leit.

12:26 - „Okkur er sagt að flugvélin hafi misst stjórn yfir Ermarsundi. Ég er alveg orðlaus, við erum áhyggjufull og það er örvænting. Enginn frá Nantes hefur enn haft samband við okkur." - Horatio, faðir Sala.

12:15 - Sjá einnig: Hver er Emiliano Sala?
Fæddist í Argentínu en orðsporið varð til í Frakklandi

11:48 - „Ég held enn í vonina um að hann finnist á lífi. Hann er kurteis og góður drengur sem öllum líkar vel við. Ég held að hann hafi komið aftur til Nantes því hann vildi kveðja vini sína." - Waldemar Kita, forseti Nantes.

11:42 - Flugsérfræðingur segir að gera verði alvarlegar athugasemdir við þá ákvörðun að fljúga frá Nantes til Cardiff á Piper Malibu vél. Sjá nánar.

11:07 - Mikil sorg er hjá Nantes en félagið hefur beðið um að bikarleik gegn 3. deildarliðinu L’Entente SSG sem fram átti að fara á morgun verði frestað.

10:40 - „Við höfum gríðarlegar áhyggjur af Emiliano Sala. Við erum að bíða eftir staðfestingu áður en við getum sagt meira," segir Mehmet Dalman, stjórnarformaður Cardiff.

10:37 - Tvær þyrlur, tvær flugvélar og einn bátur eru nú að leita að flugvélinni. Boð barst um leyfi til lendingar áður en samband rofnaði við flugvélina í gærkvöldi, rétt hjá Alderney sem er eyja í Ermarsundi. Hún var þá í um 2.000 feta hæð. Sagt er að veðurskilyrði hafi ekki verið slæm þegar flugvélin hvarf en leitarskilyrði á svæðinu eru erfið. Engar vísbendingar hafa fundist þar.


Síðasta færsla Sala á Twitter kom inn í gær en þar kvaddi hann félaga sína hjá Nantes:

Athugasemdir
banner
banner
banner