Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 22. apríl 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ungur drengur lék eftir mark Gylfa í garðinum heima
Gylfi fagnar markinu.
Gylfi fagnar markinu.
Mynd: Getty Images
Hinn fimm ára gamli Alfie gerði frábæra hluti í garðinum heima hjá sér á dögunum er hann lék eftir mark sem Gylfi Þór Sigurðsson gerði fyrir Everton fyrr á tímabilinu.

Markið gerði Gylfi gegn West Ham í oktober og er það hans eina mark í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Markið var hið glæsilegasta; Gylfi fór illa með Jack Wilshere áður en hann setti boltann í netið.

Það er útgöngubann í Bretlandi og enginn fótbolti þar eins og víðar vegna kórónuveirufaraldursins. Alfie, sem er fimm ára, nýtir það í að leika sér í fótbolta í garðinum heima hjá sér. Hver veit nema hann geri svona fallegt mark á Goodison Park í framtíðinni?

Hér að neðan má sjá markið sem Alfie gerði og fyrir neðan það er mark Gylfa gegn West Ham.



Athugasemdir
banner
banner
banner