Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 22. júlí 2020 18:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir leikir og tvö mörk fyrir Söru Björk með Lyon
Landsliðsfyrirliðinn.
Landsliðsfyrirliðinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, fer heldur betur vel af stað með besta félagsliði í heimi, Lyon.

Hún hefur núna spilað tvo æfingaleiki með félaginu og skorað í þeim báðum. Í dag mætti liðið Czarni Sosnowiec frá Póllandi í æfingaleik og Sara skoraði þriðja mark liðsins eftir hornspyrnu frá enska landsliðsbakverðinum Alex Greenwood.

Sara varð í síðasta mánuði þýskur meistari og bikarmeistari með Wolfsburg á sínu síðasta tímabili hjá félaginu. Þessi 29 ára gamli miðjumaður ákvað að gera ekki nýjan samning við Wolfsburg og söðlaði hún um til Frakklands þar sem hún skrifaði undir samningi hjá besta félagsliði í heimi.

Lyon hefur orðið franskur meistari fjórtán ár í röð og unnið Meistaradeildina fjögur ár í röð.

Lyon er að undirbúa sig fyrir lokahnkykk Meistaradeildarinnar sem á að fara fram í ágúst. Sara má þar leika með Lyon sem mætir Bayern München í 8-liða úrslitunum. Sara gæti mætt sínu fyrrum félagi, Wolfsburg, í úrslitaleiknum ef bæði lið komast þangað.
Athugasemdir
banner
banner
banner