Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fös 22. júlí 2022 19:58
Brynjar Ingi Erluson
Tuchel ekki aðdáandi Werner - Mun líklega yfirgefa Chelsea í sumar
Timo Werner gæti farið frá Chelsea
Timo Werner gæti farið frá Chelsea
Mynd: EPA
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea á Englandi, er ekki mikill aðdáandi landa síns, Timo Werner, en þetta segir blaðamaðurinn Florian Plettenberg.

Werner spilaði aðeins 21 leik undir stjórn Tuchel í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, þar af sex þar sem hann kom af bekknum.

Þjóðverjinn hefur ekki riðið feitum hesti síðan hann kom til Chelsea og aðeins skorað 23 mörk í 89 leikjum.

Hann talaði um það í viðtali á dögunum að hann væri alltaf ánægður þegar hann væri að spila og skora mörk og að hann þyrfti að vera í góðu standi fyrir HM í Katar.

Tuchel leist ekkert á þessi ummæli hans og sagði að hann héldi nú að ungur leikmaður á mála hjá Chelsea væri alltaf ánægður, sama hvað, en Plettenberg segir að þessi orð staðfesta það að Tuchel sé ekki hrifinn af leikmanninum.

Plettenberg segir að Werner sé nú að skoða framtíð sína og telur hann miklar líkur á því að hann yfirgefi félagið í sumar, en að það gæti tekið sinn tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner