Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 22. júlí 2022 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
West Ham býður í bæði Scamacca og Kostic
Scamacca
Scamacca
Mynd: EPA
Luke Thomas.
Luke Thomas.
Mynd: Getty Images
Í gær bauð West Ham 34 milljónir punda í Gianluca Scamacca sem er 23 ára framherji Sassuolo á Ítalíu.

Sassuolo vill fá hærri upphæð fyrir Scamacca sem er ítalskur landsliðsmaður en Sky Sports segir að viðræður séu komnar vel á veg.

West Ham vill fá inn framherja í sunar til að veit Michail Antonio samkeppni. Félagið hefur verið orðað við Armando Broja hjá Chelsea og í morgun var Hwang Ui-Jo hjá Bordeaux einnig orðaður við félagið.

Framherjastaðan er ekki sú eina sem West Ham vill styrkja því félagið reynir einnig að fá Filip Kostic sem er vinstri vængbakvörður Frankfurt. Kostic er 29 ára serbneskur landsliðsmaður og á hann einungis eitt ár eftir af samningi sínum við Frankfurt.

West Ham mætti Frankfurt í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í vor og var það Frankfurt sem fór áfram og í úrslit þar sem liðið lagði Rangers. Kostic kom að 22 mörkum á síðasta tímabili í 42 leikjum. Þeir Scamacca og Kostic eru með sama umboðsmann.

Moyes hefur áhuga á Luke Thomas
West Ham hefur einnig fylgst með Ben Brereton Díaz hjá Blackburn en þessi landsliðsmaður Síle vakti athygli í Championship-deildinni á síðasta tímabili. Hann getur spilað á vinstri vængnum.

Þá vill West Ham fá sóknarþenkjandi bakvörð vinstra megin til að veita Aaron Cresswell samkeppni. Hamrarnir hafa sýnt David Raum hjá Hoffenheim áhuga en búist er við því að hann gangi í raðir RB Leipzig.

Guardian segir að David Moyes, stjóri West Ham, sé að íhuga hvort gera eigi tilboð í Luke Thomas, vinstri bakvörð Leicester. Thomas er 21 árs og braust inn í aðallið Leicester fyrir tveimur árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner