Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 23. janúar 2021 07:00
Victor Pálsson
Bellamy ekki hrifinn af Tuchel - Rodgers ætti að fá símtal
Mynd: Getty Images
Craig Bellamy, fyrrum leikmaður Liverpool, vill sjá Chelsea leita til Brendan Rodgers ef Frank Lampard verður rekinn á næstunni.

Sætið er orðið verulega heitt undir Lampard en Chelsea tapaði illa 2-0 gegn Leicester í vikunni og situr nú í áttunda sæti deildarinnar.

Mikið er talað um að Thomas Tuchel gæti verið á leið til London en hann var síðast hjá Paris Saint-Germain í Frakklandi.

Bellamy vill þó ekki sjá Tuchel taka við keflinu og hvetur stjórn Chelsea til að horfa á Rodgers sem þjálfar einmitt lið Leicester í dag.

„Ég er ekki hrifinn af Thomas Tuchel. Hann gerði fína hluti með Dortmund og PSG en ég er ekki á þessum vagni," sagði Bellamy.

„Ég horfi fyrst og fremst á Brendan Rodgers sem er þriðji besti þjálfari deildarinnar. Er einhver annar þar fyrir utan Jurgen Klopp og Pep Guardiola? Nei enginn kemst nálægt."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner